Generic placeholder image

Bakkarnir

Bjóðum uppá reiðtúra í friðlandi fuglanna í ægifögru umhverfi Svarfaðardals. Hægt er að eyða 1 – 3 klst. í þessum túrum. Fuglalíf er mjög mikið yfir vor og sumar og þar verpa um 38 tegundur fugla. Auðvelt að breyta planinu ef flóð eru mikil á bökkunum.

Lengd: 1-3 klukkustundir.

Generic placeholder image

Fjallaferðir

Útsýnistúrar upp í fjöll. Til dæmis miðnæturssólarferðir frá 18. júní – 20. júlí. Í Böggvissaðafjall er einstakt berjaland og náttúrufegurð einstök. Hægt er að fara í berjamó frá 25. júlí – 30. ágúst.

Lengd: 1-4 klukkustundir.


Um hestaleiguna Tvist

Árið 1999 stofnuðu hjónin Sveinbjörn Hjörleifsson og Elín Unnarsdóttir hestaleigu. Ákveðið var að nefna hana í höfuðið á einstökum gæðingi sem lést allt of snemma. Sveinbjörn hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri. Árið 1995 lauk hann tamningaprófi FT. Hesthúsið Hringsholt var áður refaskáli en því var breytt árið 1991 í hesthús. En þá tóku sig saman margir hestamenn sem eru með sjálfstæð hesthús undir sama þaki. Sveinbjörn er yfirleitt fremsti leiðsögumaður í reiðtúrum. Honum til aðstoðar er yngsti sonur hans Hjörleifur og Elín.

Generic placeholder image

Einka Reiðtúr

Við bjóðum upp á einka reiðtúra fyrir einstaklinga sem vilja fara á hestbak í fylgd með leiðsögumanni. Gjaldið fyrir einkareiðtúr má finna í verðskrá.

Hafðu samband

Til að panta reiðtúr má senda email á tvisturhorserental@gmail.com en einnig má hringja í síma +354-8619631 eða síma +354-4661679. Oft er hægt að panta reiðtúr með stuttum fyrirvara en það getur verið gott að hafa samband með góðum fyrirvara ef ætlunin er að panta reiðtúr á sumartíma.

Verðskrá 2025

Lengd Hópferð Einkatúr
1 klst. 9000 ISK 11000 ISK
1.5 klst. 11500 ISK 13500 ISK
2 klst. 14000 ISK 17000 ISK
3 klst. 19000 ISK 23000 ISK
4 klst. 24000 ISK 29000 ISK

Staðsetning

Við erum staðsett í Hringsholti við þjóðveg nr. 805, 2,5 km sunnan við Dalvík í Svarfaðardal. Það tekur um 35 mínútur að koma sér í Hringsholt sé keyrt frá Akureyri.